(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

27.1.05

Ókei, ég er með fordóma gagnvart úthverfum. Það viðurkenni ég fúslega.

Sennilega má rekja þá alla aftur til vetrarins 1978-9. Þá bjó ég í Neðra-Breiðholti. Rúmlega tvítug einstæð móðir. Bíllaus, símalaus og peningalaus.

Þetta var veturinn þegar ég eldaði hrefnukjöt þrjá daga í viku og svartfugl á sunnudögum. Hrefnukjötið kostaði 150 krónur kílóið og var ódýrasti maturinn í búðinni.

Þetta var veturinn þegar ég þurfti oftar en einu sinni að tína saman þær fáu flöskur sem ég fann inni og úti og lúsleita í öllum vösum, skúffum og krukkum að krónupeningum svo að ég ætti fyrir skyri í kvöldmatinn handa okkur mæðgunum.

Þetta var veturinn þegar ég komst stundum ekki í skólann af því að ég átti ekki fyrir strætó.

Þetta var veturinn sem ég þurfti að leggja af stað klukkutíma og korteri áður en ég átti að mæta í skólann af því að ég þurfti að taka þrjá strætóa, þar sem eina dagheimilisplássið sem ég gat fengið var á Austurborg.

Þetta var veturinn sem fór á undan sumrinu þegar ég gekk fyrir þunglyndislyfjum.

Síðan hef ég ekki verið mikið fyrir úthverfi.

|