Vitiði, mér tókst á laugardaginn að taka hálftíma viðtal við þekktan útlending án þess að spyrja hann í eitt einasta skipti um hvað honum þætti um Ísland, Íslendinga og meira að segja íslenska matargerð. (Hann minntist að vísu dálítið á hana sjálfur en ég var ekkert að ýta undir það.) Hann var að fara á þorrablót en ég spurði ekkert um hákarl eða neitt annað íslenskt góðgæti. Ég er bara nokkuð stolt af sjálfri mér.
Datt þetta bara í hug þegar ég las þennan pistil eftir Egil Helgason.