Efnafræðistúdentinn situr við tölvuna með opna námsbók fyrir framan sig. Móðirin kemur og gægist á tölvuskjáinn.
Móðirin: -Ég vissi ekki að maður þyrfti Quantum Chemistry við að leggja kapal.
Efnafræðistúdentinn: -Ég er að sækja gömul próf og legg bara kapal á meðan ég bíð.
Móðirin: -Þarftu þá Quantum Chemistry til að sækja prófin?
Efnafræðistúdentinn: -Nei, hún er bara til að slá ryki í augun á þér.
En það dugði semsagt ekki til. Ég þekki minn mann.