Nokkrir af feitu asnalegu snjókörlunum sem eiga að hanga í svefnherbergisglugganum mínum um jólin eru týndir. Ekki gott mál. Eða það vorum við Sauðargæran sammála um þegar við vorum að myndast við að jólaskreyta í gær. Svo fórum við út og keyptum sverð og skjöld handa honum í Tiger á 200 krónur. Hann óð svo upp Laugaveginn, sveiflaði sverðinu ótt og títt og gólaði: ,,By the power of Grayskull" eða eitthvað í þá áttina. Við mættum einhverjum manni sem dáðist að sverðinu og spurði hvort hann mætti eiga það. Því neitaði drengurinn auðvitað. En sagði örstuttu síðar, þegar maðurinn var horfinn sjónum: ,,Hann mátti samt alveg halda á því."
Svona er hann nú í miklu jólaskapi, blessaður.