Ég sá frétt um að einn starfsmanna Bretadrottningar hefði verið rekinn fyrir að setja jólabúðinginn sem drottningin gaf honum til sölu á Ebay. Mér finnst það nú fullgróft, kannski kann maðurinn bara ekki að meta Christmas Pudding og kunni ekki við að henda honum.
Ég á einmitt jólabúðing frá Fortnum & Mason hér einhvers staðar. En hann er nú ekki gjöf frá drottningunni svo að líklega mundi ég ekki græða mikið á að falbjóða hann.