Segið mér nú eitt: Hvað finnst ykkur vera átt við þegar sagt er að eitthvað sé ,,hitaeiningasnautt"? Þýðir það hitaeiningalaust eða bara mjög hitaeiningalítið? Þýðir snauður sá sem er allslaus eða sá sem á mjög lítið (orðabók gefur báðar merkingar)?
Og í framhaldi af því (ef ykkur finnst að hægt sé að kalla eitthvað hitaeiningasnautt án þess að það sé alveg hitaeiningalaust): Hvað á að miða við? Ef miðað er við undanrennu sem dæmi, þá eru 34 he í 100 ml - er hún hitaeiningasnauð? Meira að segja McDonalds er farið að auglýsa hitaeiningasnauðar máltíðir. Jamm.