(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

20.11.04

Ókei, ég er búin að komast að því að elgsostur er ekki eitthvað sem ég mundi borga 50 þúsund krónur fyrir kílóið af. Alls ekki vondur, en ... Svo er dálítið erfitt að sjá elgsmjaltirnar fyrir sér.

Annars fengum við að smakka á alls konar góðgæti, grænlensku hreindýrahangikjöti, dönskum vínum, finnskri blóðpylsu, vindþurrkuðu norsku lambakjöti, sænskum ostum, grænlensku mutak, færeyskri grind og ókjörum af öðru norrænu ljúfmeti. Og það var bara hádegismaturinn. Svo var átta eða níu rétta kvöldverður og boðið upp á vín, bjór eða líkjör frá Norðurlöndum með hverjum rétti. Drykkirnir voru reyndar misgóðir en þó allir fullboðlegir og sænska eisweinið var reyndar fjandi gott (ef ég skildi sænska framleiðandann rétt telur hann sig vera nyrsta vínbónda heimsins).

Við kvöldverðinn sat ég við átta manna borð sem óhætt er að segja að hafi verið fjölþjóðlegt því að auk mín voru þar finnsk blaðakona, dansk/færeyskur kokkur, sænski vínbóndinn, matargagnrýnandi Berlingske Tidende - enginn Norðmaður eða Grænlendingur en aftur á móti þrír Baskar, þar á meðal Andoni Luis Aduriz, kokkur á veitingahúsinu Mugaritz í San Sebastian. (Þeir sem til þekkja mega segja: Vá maður! - öðrum til upplýsingar skal tekið fram að hann hefur stundum verið nefndur ,,besti ungi kokkur Evrópu" eða ,,arftaki Ferran Adria". Þeir sem vita hver Ferran Adria er mega segja ,,Ooooó", hinum til upplýsingar má nefna að veitingahúsið hans, El Bulli, er gjarna talið besta veitingahús heimsins um þessar mundir.) Því miður þýðir þetta ekki að matarblaðamaðurinn hafi átt langar og innihaldríkar samræður við meistarakokkinn þar sem hann talar ekki orð í ensku og spænskukunnátta mín er sirka fimm orðum meiri en baskneskukunnáttan.

Ég á eftir að segja meira frá þessu seinna og birti kannski matseðilinn frá galadinnernum.

|