Ég er að velta því fyrir mér að gefa efnafræðistúdentinum Birgittu Haukdal-brúðu í jólagjöf.
Eða nei, líklega ekki. Mig langar að lifa jólin af.
Systursonur hans hefur engan áhuga heldur. Við skoðuðum leikfangabækling Hagkaups saman í gær og hann tilkynnti mér að hann langaði í allt. Nema dúkkurnar. Þær eru Leiðinlegar. Með stórum staf. Og Boltastelpan er vaxin upp úr dúkkum fyrir nokkrum árum. Auk þess hefur hún aldrei verið fyrir Birgittu Haukdal, þaðan af síður. Meira Quarashi.
Ég keypti reyndar einn geisladisk úti og gaf efnafræðistúdentinum. Jóladisk meira að segja, þótt ég væri að verða brjáluð á jólalögunum í Magasín þann tiltölulega stutta tíma sem ég var þar inni. En þetta var líka Kim Larsen. Stóðst hann ekki.