Við efnafræðistúdentinn sátum áðan í borðstofunni yfir kindafilleti með tómötum og cannellinibaunum (alveg ágætt reyndar) og vorum að ræða um daginn og veginn. Nánar tiltekið ítalska kynskiptinga.
Móðirin: - Skoðaðirðu eitthvað krækjuna á Ig-Nobel-verðlaunin sem ég setti inn um daginn?
Efnafræðistúdentinn: - Nei, ég er ekki búinn að því.
Móðirin: - Þannig að þú hefur ekki séð greinina um stokköndina sem reyndist vera hómósexúal náriðill?
Efnafræðistúdentinn: - wtf???
Móðirin: - Hún var mjög áhugaverð.
Efnafræðistúdentinn: - Ekki yfir kvöldmatnum.