Hvað er eiginlega í gangi með Símann? Ég rak augun í atriði á símreikningnum sem ég var ekki sátt við. Hringdi í þjónustuverið og bjóst við að þurfa að bíða í hálftíma og hlusta á leiðinlega tónlist og lenda svo í miklu stappi við að útskýra erindið. Neinei, ég beið í sirka fimm mínútur, var reglulega tilkynnt númer hvað ég væri í biðröðinni, og um leið og ég var búin að bera upp erindið og konan hafði flett mér upp sagði hún ,,það er búið að laga þetta, þú færð endurgreitt á næsta reikningi" og ég var svo hissa að það lá við að ég gleymdi að þakka fyrir og kveðja.
Þessu á maður satt að segja ekki að venjast á þeim bænum.