Við vorum einmitt að ræða yfirgreiðsluaðferðina til að fela skalla í saumaklúbbnum í gær (nei, okkur er sko ekkert mannlegt óviðkomndi). Og svo koma bara fréttir af því í dag að það hafi verið tekið einkaleyfi á þessari aðferð fyrir mörgum árum og einkaleyfishafinn hafi einmitt fengið Ig-Nobel-verðlaunin í ár.
Svona er lífið sífellt að koma manni á óvart.