Mynd í sjónvarpinu í kvöld um Belphégor - drauginn í Louvre. Hmm. Ég man óljóst eftir framhaldmyndinni um Belfigor sem var sýnd í sjónvarpinu árið sautjánhundruðogsúrkál en hún var allavega gríðarspennandi. Kannski ætti maður að kíkja á þessa mynd. Getur ekki verið verri en Disneytorfæruakstursmótorhjólamyndin sem er á undan.
Og þó. Ég gáði á IMDB; Disneymyndin fær þar 4,8 í einkun en sú franska 4,3. Jæja, reyndar er ég alveg í skapi til að horfa á forvonda franska mynd. Það er að segja ef hún er skemmtilega vond.
Nei, bíðum við: Á sama tíma er Midnight Run á Skjá 1. Mætti vel rifja hana upp.