Líklega var það út af því að ýmis orðanna sem nefnd eru í kommentunum hér að neðan tengjast mat sem ég fór að rifja upp heiti sem notuð voru um ýmsa algenga rétti í mötuneyti heimavistar MA hér á árum áður og höfðu sum verið notuð þar lengi en eru sennilega horfin núna.
Meirihlutinn af þessu er meira að segja ætur. Eða þótti það allavega í þá daga.
Hjólbarðar
Felgur
Kjöt í myrkri
Skóbætur
Gamla konan sem dó
Slys
Járnbrautarslys
Fiskur í vatni
Blóð og gröftur
Gula vatnið
Græna vatnið
Túrtappavatn
Viðbætur við þennan lista (eða ætti ég að segja ,,bætur við þennan lista"?) eru vel þegnar.