Í nýjasta hefti Húsa og híbýla sem ég var að fá á borðið til mín er sagt frá konu sem fékk senda mynd ,,frá gömlum búgarði rétt fyrir utan Chile". Það þykir mér nú ekki sérlega nákvæm staðsetning; geri þó ráð fyrir að téður búgarður sé einhvers staðar í Argentínu, Bólivíu eða Perú og þá væntanlega ekki ýkjafjarri landamærum Chile. Það er samt rúmlega 6000 kílómetra langur kafli, guðmávita hvað breiður. Nema búgarðurinn sé úti í sjó, orðalagið ,,rétt fyrir utan" bendir frekar til þess.
En kannski átti að standa þarna ,,rétt fyrir utan Santiago". Eða eitthvað annað.