Ég er að elda norðurafrískan kjúklingarétt í taginunni minni. Kryddaðan með hvítlauk, papriku, kummini, kóríander, chili, túrmeriki, timjani, óreganó, kanel, negul og pipar. Eitthvað af grænmeti með, rauðlaukur, tómatar, paprika og gulrætur. Smáskvetta af rauðvíni yfir, sem er reyndar ekki vitund norðurafrískt. Lyktin er allavega góð.
Það er auðvitað einfaldara að nota tilbúnar kryddblöndur þegar maður gerir svona og það er svosem hægt að fá ágætis norðurafrískar kryddblöndur til ýmissa nota. En þetta er bara miklu skemmtilegra svona.