Ég hef bara keypt eina matreiðslubók í þessari viku, sem er afrek miðað við að það eru bókaútsölur í gangi. Culinaria Organic & Wholefoods, eina bókin sem mig vantaði úr Culinaria-seríunni, þ.e. af þeim sem hafa komið út á ensku. Þetta eru flottar bækur en óneitanlega meira stofustáss en bækur til að nota - þó verð ég að segja að allar uppskriftir sem ég hef prófað úr þessum bókum hafa reynst mjög vel.
Ég hef ekki sérstakan áhuga á bókum Charlie Trotters, hann er meira fyrir kokka en húsmæður. En ég veit um ýmsa sem mundu mjög gjarna vilja eiga þessar bækur og bendi þess vegna á að sumar þeirra fást núna á 50% afslætti í Máli og menningu.
Engar (eða næstum engar) bækur, þeim mun meira af mublum.