Ég var eitthvað að velta fyrir mér kvöldmatnum og ákvað að loka augunum, teygja mig í einhverja af fjölmörgum matreiðslubókum á skrifborðinu, opna hana af handahófi og gá hvort ég lenti ekki á einhverju sem ég gæti mallað handa okkur mæðginunum.
Bókin sem ég greip var The International Roadkill Cookbook, kaflinn um Perú, og ég hitti á uppskriftina Camero Llamero, þar sem maður byrjar á að taka tvö pund af lamakjöti og marínera það í ólífuolíu, sítrónusafa, steinselju og muldum chiliflögum, áður en það er steikt.
Ég held þetta virki ekki alveg. En í kaflanum stendur reyndar ,,a llama can be as good eating as a fat pony". Svo að kannski ætti ég að rölta í Nóatún og athuga með hrossakjöt.