Hávært snark, brunalykt, eldglæringar og blossar í ljósastæðum er ekki góðs viti. Eða það hef ég á tilfinningunni. Svo að þegar ég varð vör við þetta í ljósastæðinu á ganginum áðan, þá brá ég snöggt við og sló út örygginu.
Svo fór ég að hugsa: Ef blossarnir og lætin hefðu byrjað fimm mínútum seinna, þá hefði ég verið komin út úr dyrunum. Ætli allt húsið stæði þá í ljósum logum núna og efnafræðistúdentinn lægi dauður í rúminu sínu?
Næsta skref er væntanlega að fá rafvirkja til að líta á ljósastæðið. Og þá er spurningin: Veit einhver um góðan rafvirkja sem ég gæti fengið til að líta á þetta fyrir mig?