Fyrst hann bróðir minn minnist á ferköntuðu eggin í Perú í kommentum hér að neðan, þá dettur mér í hug ritgerð um Carl Barks sem ég rakst á um daginn. Sagan er náttúrlega gargandi snilld.
Þess má geta að þegar blaðið með sögunni kom út í Noregi 1963 varð allt vitlaust af því að indíánarnir í ferkantaða dalnum voru þar látnir tala nýnorsku. Þeir töluðu Suðurríkjamállýsku í upprunalegu sögunni en ég man nú ekki til þess að þeir töluðu neina sérstaka mállýsku í dönsku þýðingunni.
Jeg vil hjem, hjem, hjem, til mit kære Andeby.