Efnafræðistúdentinn svarar ekki í síma. Hvorki heimasímann né gemsann. Hann á að liggja veikur og hóstandi heima í rúmi. Nú er spurningin, á ég að hafa áhyggjur af þessu? Ætli hann sé svo veikur að hann komist ekki í símann? Ætli rafmagnsviðgerðin hafi ekki dugað, neistaflugið hafi byrjað aftur, það hafi kviknað í og drengurinn sé kafnaður af reykeitrun? Eða ætli hann hafi bara vakað lengi frameftir af því að hann ætlaði ekki í skólann hvort eð var?
Ég held ég veðji á síðasttalda möguleikann og sleppi því að rjúka heim og gá að honum. Það kemur þá í ljós - og ekki vonum seinna - hvort ég er óhæf móðir.