Ef einhver á enn eftir rifsber er hér uppskrift sem mér þykir nokkuð góð:
Rifsberjahlaup með kanel
1 kg rifsber með stilkum
700 ml vatn
1 kanelstöng
4-5 negulnaglar
sykur
rauðvínsedik
Berin sett í pott ásamt vatni, kanel og negulnöglum. Hitað að suðu og síðan látið malla við hægan hita í um hálftíma. Hrært öðru hverju til að kremja berin (enn betra er að stappa þau í pottinum með kartöflustappara). Þeim er svo hellt í grisjusigti sem haft er yfir skál og látið standa í nokkrar klukkustundir. Safinn er svo mældur og settur í pott og fyrir hverja 500 ml af safa er 425 g af sykri og 1 1/2 msk af rauðvínsediki bætt í pottinn. Hrært rólega við vægan hita þar til sykurinn er allur uppleystur en síðan er blandan látin sjóða rösklega í um 10 mínútur, eða þar til hún fer að hlaupa. Froðu fleytt ofan af og hellt beint á dauðhreinsaðar krukkur.