Hvað skyldi nú stassaniseruð mjólk vera? Ég skaust í Bókavörðuna áðan og keypti bókina Brauð & kökur eftir Karl O.J. Björnsson, gefin út 1933 (já, auðvitað var það matreiðslubók sem ég sá í búðarglugga á laugardaginn og bráðlangaði í) og í henni eru nokkrar auglýsingar. Og aftast í bókinni er auglýsing frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur: Notið aðeins stassaniseraða nýmjólk. Trúlega er þetta gerilsneyðing, ég er samt ekki viss.
Hér er líka uppskrift að hveitislettum og rjómaslettum; hvorttveggja eru lummur.