Ég veit nú ekki hvort ég nenni að fara að sjá Tróju. Held ekki, miðað við það sem ég hef lesið. En það sem mig langar til að vita er: Verður gert framhald? (Sem vonandi mun ekki heita Troy 2, heldur Ódysseifskviða - en maður veit aldrei.) Með Sean Bean (sem mér skilst að fái ekki að njóta sín sérlega mikið í Tróju)? Plís plís plís, eins og Boltastelpan mundi segja.
Þá mundi ég mæta í bíó. Þótt allir gagnrýnendur hökkuðu myndina í spað. Mér finnst Sean Bean nefnilega áhorfsvænn maður.