Ekkert man ég hvernig ég hélt upp á 28 ára afmælisdaginn minn, enda orðið langt síðan. Ef ég hélt þá nokkuð upp á hann. En hitt veit ég að ef ég hefði gert það með því að fara í window-shopping á Herbertstrasse eins og Ragnheiður Elín Clausen gerði, að því er hún segir í Fréttablaðinu í dag, þá - ja, þá hefði ég allavega þagað yfir því.
Ég get út af fyrir sig skilið karla að góna á vændiskonur í gluggum. Konur að spóka sig í vændishverfum til að baða sig upp úr eymd annarra kvenna - það skil ég ekki með nokkru móti. En ég hef reyndar aldrei verið flugfreyja; þetta virðist vinsæl iðja hjá þeim að því er kemur fram í viðtalinu.