Kvöldmaturinn er farinn að malla í taginunni, ilmar allavega vel - ég hefði kannski átt að hafa grænmetisrétt eftir skrifin fyrr í dag en átti til skagfirskt lambakjöt í ísskápnum sem ég þurfti að fara að nota. Kryddaði það með kóríanderfræi, papriku, kanel og pipar, brúnaði það í taginunni og bætti svo við rauðlauk, hvítlauk, nokkrum timjan- og rósmaríngreinum, gulrótum, tómötum og sítrónum - þetta gæti orðið nokkuð gott. Bæti kannski við spænskri papriku og eggaldini af því að ég á það til, jafnvel örfáum ólífum. Það verður allavega nóg grænmeti í þessu þótt það sé ekki grænmetisréttur ...