Ég er að horfa á Keith Floyd á BBC Food, hann er að elda einhvern kjúklingarétt. Var búinn að flambera hann með brandíi og ætlaði svo að hella rauðvíni á pönnuna og láta sjóða niður í sósu. En mistók sig á flöskum, hellti meira brandíi á pönnuna og upp gaus mikið bál. Floyd hrökk nokkur skref til baka og tautað svo: ,,Total confusion here. Well, it doesn't matter, it is all going towards a good cause," og hellti svo hálfri rauðvínsflösku á pönnuna. Mjög Floydískt og ég er viss um að sósan varð góð.