Ég er búin að vera gífurlega framtakssöm í morgun, réðist á efri skápana á baðinu og tæmdi þá næstum (ja, allavega einhverjar hillur í þeim), tíndi fram fullt af fötum sem ekki hefur verið gengið í síðustu tólf árin eða lengur, setti í poka og ætla með út í skúr - neeei, ég er sko ekki að fara að henda þessu, eða losa mig við það, ónei, ef þið haldið það þekkið þig ekki fólk með söfnunaráráttu. Svo tók ég dót sem er í neðri skápunum en er ekki notað lengur og færði upp í efri skápana (nei, það fer ekkert oní poka strax, það er ekkert komið að því) og nú er allt í einu pláss í neðri skápunum sem verður þó fljótt að fyllast ...
Spurning hvort ég á að reyna að virkja þessa óvenjulegu framtakssemi mína á meðan hún endist í eitthvað enn gáfulegra, til dæmis í að ljúka nokkrum verkefnum sem ég á eftir að skila af mér.