Ekki er ég enn búin að komast að því hvað Prédikarinn segir í nýjustu Biblíuþýðingunni en aftur á móti segir menntamálaráðherrann fyrrverandi ,,sókn eftir vindi", allavega hér: ,,Þegar verðbólga og glundroði, sem henni fylgir, ræður ríkjum, brenglast allt verðmætamat og hætta eykst á því, að þeim hlutum sé haldið fram, sem í raun eru sókn eftir vindi."
Í minni Biblíu segir Prédikarinn aftur á móti: ,,En er ég leit á öll verk mín, þau er hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn, er ég hafði haft fyrir að gjöra þau, þá sá ég, að allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi, og að enginn ávinningur er til undir sólinni."
Hmm, ég sé að ég þarf að fara að lesa Prédikarann betur.