Eins gott að sveppamyndatakan var í gær en ekki í dag. Þetta var allt myndað á borðinu hérna úti á svölum og það er nú þakið þykku lagi af snjó. Ókei, maturinn var að vísu myndaður á hvítum grunni en ég held að snjórinn hefði ekki alveg virkað ...
Ég ákvað að bæta efnafræðistúdentsræflinum það upp að hann hefur verið píndur til óhóflegrar návistar við sveppi síðustu dagana og er að sjóða handa honum danskan hamborgarhrygg í kvöldmatinn. Hann á það skilið. (Auk þess verður hamborgarhryggurinn útrunninn um næstu helgi en það hefur ekkert með þessa ákvörðun mína að gera, ónei.)
Ég er nú samt að hugsa um að hafa sveppasósu með.