Ég bauð gagnlega barninu á Holtið í hádeginu í tilefni af afmælinu. Við fengum ljómandi góðan mat, þríréttaðan, á mjög vægu verði. Og skelfing vont kaffi sem var nærri búið að skemma áhrifin af matnum. Hvers vegna í ósköpunum geta þeir á Holtinu ekki lufsast til að hafa almennilegt kaffi? Eða ef þeir þurfa endilega að hafa vont kaffi, gætu þeir þá kannski verið svo vænir að hafa það heitt?
En maturinn var fínn og þjónustan líka.