Ég er að undirbúa grein um tómata fyrir Gestgjafann og er búin að viða að mér þeim tegundum sem ég hef fundið í búðum núna fyrir myndatökuna. Ég fann:
Vel þroskaða íslenska tómata
Aðeins minna þroskaða íslenska tómata
Útlenda gróðurhúsatómata af óþekktum uppruna
Hollenska klasatómata
Spænska klasatómata
Kirsiberja-klasatómata
Gula kirsiberjatómata
Appelsínugula kirsiberjatómata
Rauða kirsiberjatómata
Bufftómata
Útlenda plómutómata
Veit einhver um fleiri tegundir sem einhvers staðar eru fáanlegar akkúrat núna?