Ég er að vandræðast með mitt árlega bollukaffi - það ætti náttúrlega að vera um kaffileytið á sunnudaginn eins og venjulega en vegna þess að flestir fastagestirnir verða í tvöföldu fertugsafmæli kvöldið áður er ég ekkert viss um að það sé rétt tímasetning. Ég er þess vegna að velta fyrir mér hvort ég á að hafa það á sunnudagskvöldið eða hvort ég á að vera gífurlega frumleg og hafa bollukaffið á sjálfan bolludaginn.
Það væri náttúrlega brot á áralangri hefð og það má geta þess að það var að hluta til út af bollukaffinu 1989 sem ég varð matreiðslubókahöfundur.