Ég er að horfa á Masterchef á BBC Food-rásinni - missti af kynningunni á þátttakendunum og rak því upp stór augu þegar ég áttaði mig á því að ég þekkti einn þeirra, Bee Wilson, sem skrifaði lengi um mat í The New Statesman - núna skrifar hún fyrir Sunday Telegraph. Ég vissi reyndar að hún hafði tekið þátt í Masterchef-keppninni og gengið vel en það eru nokkur ár síðan og ég átti ekki von á að sjá þættina sem hún kom fram í. En þarna á BBC Food eru sýndir nýjir og gamlir þættir í bland.
Bee var reyndar ekki hrifin af þessari reynslu og skrifaði um það hér. En ég ætla samt að reyna að sjá hana í undanúrslitunum - miðað við lýsingu hennar er það nokkuð sögulegur þáttur. ,,I ruined my pastry, overcooked some rice, made a feeble sauce and messed around with a piece of tuna," eins og Bee segir sjálf í greininni.
Sjálfri dytti mér ekki í hug að taka þátt í svona keppni. Ekki minn tebolli, eins og efnafræðistúdentinn mundi segja. En Bee er góður kokkur, það get ég borið vitni um.