Ég gleymdi annars að geta þess að það voru ekki bara stelpurnar (ókei, konurnar) sem sluppu óbrotnar og ósárar úr bílveltunni: Það brotnaði ekki ein einasta rauðvínsflaska. Ein eða tvær lágu meira að segja lausar en óbrotnar fyrir utan bílflakið á eftir. Þetta rifjaði upp fyrir sumum okkar atvikið þegar Helgi Skúta missti fótanna á Glötunarstígnum eitt vorið fyrir norðan og var með opna hvítvínsflösku í höndunum. Hann endasteyptist niður alla brekkuna við hliðina á stígnum og krambúleraðist allur á því flugi. En það fór ekki dropi úr flöskunni.