Ég er mikið fyrir allskyns netpróf. Til dæmis tek ég ævinlega greindarpróf þegar ég rekst á þau, svona til að fá staðfestingu á því hvað ég er ofboðslega vel gefin og klár kona. Ég fæ hana nú kannski ekki - jæja, venjulega fæ ég út að greindarvísitala mín sé einhversstaðar í námunda við 135 stig, sem er svosem ljómandi gott en ekki alveg á því brain the size of a planet leveli sem mér finnst stundum að ég ætti að vera á, líklega rétt nóg til að slefa inn í Mensa ef ég hefði áhuga á slíkum félagsskap. En allt í lagi.
Nema svo rekst ég á þetta próf. Og þá fæ ég út að greindarvísitala mín sé 105. Sem reyndar kemur mér ekkert á óvart miðað við uppbyggingu prófsins; það byggist á lógík. Ég hef aldrei hugsað mjög lógískt.