Best ég eldi eitthvað gott handa grey efnafræðistúdentinum í kvöld, hann á það inni. Mér sýnist hann að vísu ekkert hafa farið nærri því að horfalla á meðan ég var í útlöndum en hann á samt skilið að fá einhvern mömmumat, blessaður. Það er kálfalærvöðvi í ísskápnum, parmigiano-ostur, ciabatta til að búa til rasp, basilíka á að vera til, kannski salvía (þó ekki viss um ástandið á henni), tagliatelle, furuhnetur, svolítið sjerrí - vantar bara smárjómaslettu, góða tómata, salatblöð ...
Ég er svo góð mamma.