Æ, það er gott að vera komin heim. Þótt veðrið væri mun betra úti.
Tíðindi úr ferðinni, já: I rubbed shoulders with the queen.
Bókstaflega.
Ég stóð rétt fyrir aftan Hollandsdrottningu í móttökunni, hún steig skref aftur á bak og rakst á mig. (Hún bakkaði semsagt á mig, ekki öfugt - eins gott.)
Ég rakst ekki á öxlina á krónprinsinum, sem var þarna líka, en ég átti erfitt með að stilla mig um að teygja mig og strjúka burt langa ljósa hárið sem var þar (er krónprinsessan nokkuð ljóshærð?). Annars virkaði krónprinsinn mun huggulegri svona augliti til auglits en hann gerir á mynd.
Svo sá ég Englandsdrottningu og eitthvað af hennar slekti í morgun, en reyndar ekki í jafnmiklu návígi.
Semsagt nóg af drottningum, og þá tel ég ekki með eina eða tvær sem ég sá í Soho.
Meira á morgun.