Eitt af því sem dregið var upp í afmælissaumaklúbbnum fyrir norðan var boðskort í sameiginlega tvítugsafmælisveislu Eiríks bróður og Sigga stóra, sem haldin var á herbergi 47 á heimavist MA þann 1. júní 1975. Og þá rifjaðist upp að við það tækifæri bauð Siggi viðstöddum í fimmtugsafmæli þeirra, sem haldið yrðið að heimili hans á Bessastöðum. Er nú ekki kominn tími til þess að þeir sem fengu þetta boð taki sig saman og sendi Sigurði áskorun um að bjóða sig fram til forseta í vor svo að hann geti staðið við afmælisboðið?
Þegar ég hugsa málið, þá er Siggi náttúrlega ídealkandídat í embættið, mikill á velli og þéttur í lund, hefur slípast og mannast suður á Ítalíu og er orðinn snöggtum virðulegri en þegar hann leiddi Piparsveinafélag Stykkishólms hér á árum áður. Tungumálakunnáttan áreiðanlega mun betri en þegar Hólka var að reyna að troða í hann A Puma at Large. Og svo er hann vel kvæntur. Hvað finnst ykkur, eigum við ekki að hvetja hann til að standa við fyrirheitið?