Við efnafræðistúdentinn fórum í Nóatún áðan og keyptum meðal annars tvö kíló af pylsum, sem kostuðu hátt í tvö þúsund krónur, og rúmlega fimm kílóa svínslæri, sem kostaði rétt rúman þúsundkall. Og ég veit alveg hvort ég mundi fremur vilja fá í kvöldmatinn. Við keyptum líka þrjú kíló af kartöflum og þær voru dýrari en lærið. Auðvitað er gott að fá ódýran mat en þetta er nú bara rugl.
Ég vona samt að svínslæri verði aftur á tilboði í desember, þegar ég kaupi lærið í Þorláksmessuskinkuna; þetta sem ég keypti í fyrra var þrettán kíló og hefði kostað tvöþúsund og fimmhundruð á þessu verði.