Vegna fyrirspurnar, til að skýra atriði sem oft kemur fyrir í uppskriftum frá mér:
Þegar ég segi vanilluessens meina ég í rauninni: Notið helst ekta vanillubragðefni en ekki vanilludropa. Munurinn er umtalsverður, einkum í búðingum, kremi, ís og öðru sem er ekki bakað eða eldað. En það má alveg nota vanilludropa líka, enda getur verið erfitt að fá ekta vanilluessens hér núna, það var auðveldara fyrir nokkrum árum.