Salvör er í þættinum Nafnið mitt í Fréttablaðinu í dag. Hún var látin heita eftir ömmu sinni, sem dó ung úr berklum, og hún segist hafa haldið þegar hún var barn að hún mundi deyja 32 ára eins og amman.
Ég heiti eftir ömmu minni, sem dó ung úr berklum, og fékk oft að heyra að ég væri lík henni. Ég var sannfærð um það árum saman að ég mundi deyja nokkrum dögum fyrir 24 ára afmælið mitt eins og amma mín. Ég var reyndar ekki lengur þeirrar trúar þegar afmælið fór að nálgast en samt man ég að mér leið dálítið einkennilega á afmælisdaginn: Nú er ég orðin eldri en amma mín náði að verða.