Ég var að lesa grein þar sem fjallað var um könnun á mataræði bandarískra smábarna:
Börn á aldrinum 1-2 ára innbyrða að meðaltali um 30% fleiri hitaeiningar en þau þurfa á dag. Fyrir 7-11 mánaða börn er talan 20%.
Meira en 60% 12 mánaða barna fengu sælgæti eða ábætisrétt daglega eða oftar.
Um þriðjungur barna undir tveggja ára aldri borðaði enga ávexti eða grænmeti að sögn foreldranna. Og algengasta ,,grænmetið" í mataræði barna eldri en 15 mánaða var franskar kartöflur. Yfir 20% barna eldri en 19 mánaða borðuðu franskar kartöflur daglega og 9% af börnum 9-11 mánaða fengu franskar að minnsta kosti einu sinni á dag. (Þetta minnir mig nú á ,,ketchup is a vegetable, þegar Reagan-stjórnin var með niðurskurðarhnífinn á lofti og reyndi að fá tómatsósu viðurkennda sem grænmeti í skólamáltíðum).
Ég veit ekki að hve miklu leyti þetta á við hérlendis en ég vona að ástandið sé heldur skárra. Ennþá allavega.