Ég skildi ekki alla þessa bílaumferð sem var á Vesturgötunni þegar ég gekk þar um áðan, og svo var lögregluþjónn að stjórna umferð á horninu á Ægisgötu. Heilasellurnar eru oft í einhverjum lausagangi á morgnana og ég tengdi alla þessa umferð ekki vitund við sívaxandi brunalykt (eða var neitt að furða mig á brunalyktinni yfir höfuð), nema svo þegar ég beygði niður á Nýlendugötuna sá ég slökkviliðsbíla og læti niðri í Daníelsslipp. Kannski einhver sé orðinn leiður á að bíða eftir bryggjuhverfinu sem stendur víst til að reisa þarna og hafi ákveðið að kveikja í kofunum.