Á lyklaborðinu á tölvunni minni, og sjálfsagt flestum öðrum tölvum líka, eru þrír takkar hlið við hlið sem ég hef aldrei nokkurn tíma notað, aldrei einu sinni ýtt á nema óvart, og aldrei velt fyrir mér til hvers þeir eiginlega væru, nema einmitt þegar ég hef ýtt á þá óvart og ekkert hefur gerst. Þá hef ég stundum leitt hugann að því (en bara snöggvast, þetta hefur ekki truflað mig verulega) til hvers í ósköpunum þessir takkar væru ef þeir breyttu engu.
En eftir að hafa lesið þetta hér er ég allavega einhverju nær um tilgang (eða tilgangsleysi) SysRq, Scroll Lock og Pause Break takkanna.