Vill enginn annar giska á hvaða bók ég var að kaupa mér? Jú, þetta er eldra en Helga Sigurðar, eins og sést af þessari uppskrift:
Kaffilögur
50 kv. malað kaffi,
20 kv. export,
1/2 teskeið af sóda,
1 1/2 pt. vatn.
Kaffið er látið ásamt exportinu og sódanum í ketil, þá er vatninu sjóðandi helt á það og hrært vel í því, byrgt síðan og látið standa stundarkorn, svo að krafturinn dragist úr kaffinu, þá er því helt í gegnum kaffipoka, og látið í flösku. Þessi lögur er hér um bil í 60 bolla af kaffi. Þegar hann er brúkaður, eru látnar 3-4 teskeiðar í bollann og hellt í hann sjóðandi vatni.
Á kaffikorginn er helt sjóðandi vatni, og má þá fá úr honum nokkra kaffibolla. Síðan má sjóða korginn og hella seyðinu á kaffikönnu í staðinn fyrir vatn. Þannig er vanalega farið með allan kaffikorg.