Þórdís er að tala um herbergjastærð, meðal annars. Draumaíbúðin mín - það er að segja ef ég byggi ein - er ekki með litlum herbergjum, ekki með stórum herbergjum, heldur með engum herbergjum. Eins og íbúð sem ég sá einu sinni í gömlu Bo Bedre og var á einhverjum hanabjálka í miðborg Kaupmannahafnar. Eitt langt og mjótt ris þar sem rýmin runnu öll saman án skilveggja. Úr forstofu yfir í eldhús og svo borðstofu og stofu og vinnuaðstöðu og svefnrými og þar fyrir innan var stórt baðker - ókei, það getur verið að klósettið hafi verið afþiljað. Ég vona það allavega.
Svona dreymir mig um. Örugglega ferlega ópraktískt, ég yrði kannski orðin brjáluð eftir viku ef ég byggi í svona íbúð, en maður má nú láta sig dreyma.