Ég skaust í Bókavörðuna áðan og keypti bók sem mig hefur lengi vantað; átti reyndar eintak fyrir en það er mjög slitið og vantar heil og hálf blöð í það. Þið megið geta hvaða bók þetta er en ég veiti engin verðlaun. Hér er kafli úr henni:
3. Að geyma nýtt kjöt á sumrum.
Til þess að flugur komist ekki að kjötinu, skal núa það úr smjöri, láta það í léreftspoka og hengja það síðan í útihús móti norðri. Það geymist lengur óskemt, ef nuddað er á það aseptini, áður en það er látið í pokann. Líka má nudda það úr salicylsýru blandaðri með vatni. Þegar kjötið er brúkað, skal þvo það vel.
Mikið er annars lífið léttara nú á tímum.