Nokkrar vísbendingar enn um matreiðslubókina:
Hjálpar það ef ég segi að höfundurinn var skagfirsk kvenréttindakona og stýrði m.a. sambandsdeild KRFÍ á Sauðárkróki?
Á miðanum sem stungið var í bókina í glugganum á Bókavörðunni stendur: ,,Hið frábæra undirstöðurit um búsýslu kvenna á Íslandi fyrrum tíð. Ætti að vera til á hverju heimili. Sjaldfengið nú."
Fyrir 100 árum var bókin til á ansi mörgum heimilum, hún kom fyrst út 1889 og seldist í 3000 eintökum strax á fyrsta ári. Hún var alls prentuð fjórum sinnum, síðast 1911, og það er útgáfan sem ég er með (ég á líka slitrur af 2. útgáfu frá 1891).