Sko, það getur nú verið nógu erfitt að fá iðnaðarmenn til að vinna fyrir sig hér, allavega samkvæmt minni reynslu. En það virðist vera enn erfiðara í Svíþjóð ef marka má Moggann - samkvæmt honum var þetta hluti af sérréttindum karlkyns aðalsmanna sem nú er búið að afnema.
Ég veit ekki alveg hvernig á að túlka þetta með utanlandsferðirnar, eru þá allir Svíar sem maður hittir utan landamæra ríkisins af aðalsættum? Reyndar vill svo til að eini Svíinn sem nokkru sinni hefur gist á mínu heimili var vaskekta greifi svo að þetta gæti kannski staðist ...