Ég tók hjálminn ofan af geitunginum fyrir hálftíma, fór inn og lokaði. En þegar ég leit út áðan sat hann kyrr nokkurn veginn á sama stað á borðinu og lét lítið fara fyrir sér (nei, hann er ekki dauður). Ég er ekkert á leiðinni út á svalir á næstunni. Í staðinn dreg ég efnafræðistúdentinn með mér á eitthvert kaffihús. Vonandi verður geitungurinn búinn að gefast upp á biðinni þegar ég kem aftur og hættur að hyggja á hefndir.